Bloggað í Barcelona

Thursday, November 15, 2007

Sma brandari handa ykkur.

Fann þennan á netinu í dag, er ekki frá því að það gæti verið e-ð til í þessu ;P


Guð byrjaði með að skapa asnann og sagði síðan við hann: - Þú ert Asni. Þú átt eftir að þræla hvern einasta dag og verður kallaður heimskur. Þú munt lifa í 20 ár. Asninn svaraði: Ojoj þetta hljómar ekki vel….getum við ekki sagt að ég lifi bara í 5 ár. - Guð samþykkti tillögu asnans.

Síðan skapaði Guð hundinn og sagði við hann: - Þú verður kallaður hundur og munt einbeita þér að því að hlýða, borða afganga og standa vörð um húsið. Þú munt lifa í 35 ár. Hundurinn svaraði: Ojoj, þetta verður ekkert skemmtilegt líf, er ekki nóg að ég lifi bara í 15 ár? - Guð samþykkti tillögu hundsins.

Nú skapaði Guð páfagaukinn og sagði við hann: - Þú verður kallaður páfagaukur. Þú munt sitja úti í horni og endurtaka allt sem sagt er til ama fyrir alla. Þú munt lifa í 75 ár. Páfagaukurinn
svaraði: Þetta hljómar frekar einhæft og leiðinlegt. Getum við ekki bara sagt 50 ár og málið er dautt? - Guð samþykkti tillögu gauksa.

Að lokum skapaði Guð manninn og sagði við hann: - Þú ert karlmaður og munt lifa góðu lífi. Þú ert vel greindur og munt ráða ríkjum á jörðinni. Þú munt lifa í 20 ár. Maðurinn svaraði: Þetta hljómar allt mjög vel og ég mun örugglega una hag mínum vel. En get ég ekki lifað aðeins lengur? (og nú sannaði karlmaðurinn greind sína): - Get ég ekki fengið 15 árin sem asninn vildi ekki, 20 árin sem hundurinn afþakkaði og líka þessi 25 ár sem páfagaukurinn vildi ekki? Guð samþykkti tillögu mannsins.
Þess vegna lifir maðurinn æðislegu lífi upp að 20 ára aldri. Síðan giftir hann sig og þrælar næstu 15 árin og venst því að vera kallaður heimskur.
Næstu 20 árin fara í að uppfylla þarfir allra fjölskyldumeðlimanna, borða afganga og passa húsið. Að lokum situr karlmaðurinn síðustu 25 ár ævinnar úti í horni og endurtekur allt það sem sagt er, til ama fyrir alla í nánasta umhverfi.



Kv Brandara-Margrét

Wednesday, November 07, 2007

Leiðinlegar frettir...

Ekki góðar fréttir í dag :(
Fönix minn var e-ð lasinn. Tók eftir því í gærmorgun að hann var voðalega veiklulegur e-ð og skrítinn. Við áttum tíma hjá lækni fyrir þá í dag og komumst ekki að fyrr. Ég ákvað að vera heima með hann í gærdag því mér fannst hann e-ð svo veiklulegur svo ég fór ekki í skólann. Mikið var ég fegin að ég ákvað þetta því hann dó í fanginu mínu rétt fyrir klukkan 8 í gærkvöldi... :(
Hann var þá allavegana ekki einn þegar hann dó.

Við ætlum að taka hann með okkur til læknisins á eftir og athuga hvort að hún getur sagt okkur hvað var að honum. Mig grunar að hann hafi verið með lungnabólgu frá því við fengum hann því það heyrðist alltaf aðeins í nebbanum hans þegar hann andaði, við áttuðum okkur ekki á því að það táknaði veikindi því hann hafði alltaf verið svona :(
En þetta kemur allt í ljós á eftir vonandi.

Friday, November 02, 2007

Solon litli slasaði...

Hann Sólon sæti er slasaður. Honum tókst síðustu helgi að brjóta kló. Það blæddi heilmikið úr henni og svo brotnaði alltaf meira og meira af henni. Við fundum engan dýralækni sem að var opið hjá svo hann komst ekki til læknis fyrr en á mánudag. Þar kom í ljós að það er sýking í þessu og það er bara rétt smá bútur eftir af klónni sem að er fastur við beinið.
Hann fékk sýklalyf og verkjalyf og svo fengum við tvennskonar hreinsivökva til að halda henni hreinni.
Hann þarf svo að fara aftur til læknis í byrjun næstu viku og þá fer hann í blóðprufu og líklega verður tekin röntgen mynd af tánni líka. Í leiðinni ætlar læknirinn að athuga kynið fyrir okkur.
En ef að þetta verður ennþá svona ljótt þá verður táin líklega bara fjarlægð!!!
Litla greyið okkar :(
Við erum bara búin að vera heima saman litlu lasarusarnir og reynum að hafa það gott.
Ég kem með fréttir af honum þegar kemur í ljós hvort að táin verður tekin eða ekki.

Knús og kossar í bili ;*