Bloggað í Barcelona

Monday, May 28, 2007

BEYONCE

Jæja krakkar mínir, þá er ég loksins búin að fara á Beyoncé tónleikana sem ég keypti mér miða á fyrir ca hálfu ári síðan hehe.

Þetta voru meiriháttarflottir tónleikar hjá henni, showið var þrusuflott og hún er bara 100% talent.
Hún dansar eins og geðkjúklingur allan tímann en samt mæmar hún ekki... meira en wannabee-in Britney og co....hehe
Það var held ég bara ekki ein einasta falska nóta hjá henni allan tímann og já eins og ég segi þá var þetta æðislegt ;)

Ætla bara að skella inn nokkrum myndum hérna fyrir neðan handa ykkur. ;) (Takið eftir tárununm á síðustu myndinni...hhehe (efast reyndar um að þau sjáist þarna en eníveis..))





Sunday, May 20, 2007

Bænarefni

Mig langaði til að biðja ykkur um að biðja fyrir 2 manneskjum.

Í fyrsta lagi langar mig að biðja ykkur um að biðja fyrir Auði mömmu hennar Guðrúnar Þóru vinkonu sem að er með erfitt krabbamein. Þið þekkjið flest söguna svo að ég segi ekki meira. Hafiði hana og fjölskylduna í bænum ykkar.

Í öðru lagi langaði mig að biðja ykkur um að biðja fyrir Paty, 16 ára frænku Tony vinar okkar hérna. Hún er með hvítblæði og á bara um 4 mánuði efti ólifaða ef að það finnst ekki mergur fyrir hana. Það er verið að reyna að fá eins mikið af fólki í próf eins og hægt er til að prófa en ekkert hefur passað ennþá. Viljiði biðja fyrir því að það mæti sem flestir í próf og að það finnist mergur handa henni sem fyrst.

Allir að vera með...koma svo!!!

Monday, May 14, 2007

Solarkveðja fra Barcelona.

Langaði bara að senda smá sólarkveðju á ykkur.
Fór á ströndina í gær og það var pakkað. Held að hálf borgin hafi mætt á ströndina. Set eina mynd hérna svona svo þið getið séð stemmninguna þar sem ég var.




Knús og kossar

Tuesday, May 08, 2007

Ja eg er lifandi ;)

Jæja..... tími til að blogga eða??

Ég er sumsé mætt aftur til Barcelona. Skrapp aðeins á klakann að heimsækja liðið.
Friðbjörg systir kom fyrst hingað með kallinn og Gísla Alexander í smá heimsókn. Það var bara brjálað prógram frá morgni fram á kvöld þá daga að skoða og versla. Ég fór með þau í Montserrat og svo skoðuðu þau svona helsta túristavesenið hérna á milli þess sem þau tæmdu H&M ;P
Svo fór ég með þeim heim til Íslands í afmælið hennar mömmu. Já kellan er orðin fimmtug ;) Það var svaka partý í tilefni þess og auðvitað varð maður að láta sjá sig.
Svo notaði ég dagana til að hitta vinina, fara í sund o.s.frv.
Og já ég fór í smá aðgerð sem gekk bara rosa vel. Ég lít að vísu út eins og ég sé kasólétt en það lagast... ;P

En ég ætla bara að hafa þetta stutt núna, skelli inn nokkrum myndum hérna fyrir neðan bara ;)