Bloggað í Barcelona

Wednesday, January 24, 2007

Milan 2007

Ferðasagan..

Jæja þá er best að segja ykkur aðeins frá Mílan ævintýrinu.
Ferðin hófst eldsnemma á laugardagsmorgun. Ég gisti hjá Kareni um nóttina og planið var að hoppa í metróið og taka svo lestina út á völl (spara pening sko) Við skelltum okkur niður allar milljón og 7 tröppurnar á metrostöðinni hennar Karenar með töskurnar en þegar við vorum komnar niður, ákváðum við að við værum kannski pínu tæpar á tíma þannig að við splæstum í leigubíl. En tröppurnar voru ágætis líkamsrækt ;)
Við komum tímanlega á völlinn en greinilega ekki alveg nógu tímanlega því við fengum öftustu sætin í vélinni. (gæti líka haft e-ð með það að gera að við vorum að ferðast frítt)
Til að toppa þetta kom e-r risa kall og settist í lausa sætið sem var við hliðina á okkur og sofnaði þar og hraut ;)
Þetta er sem betur fer ekki langt flug þannig að þetta var í lagi.
Svo mættum við á flugvöllinn….. “retiruðum bagligi –inn” okkar (okkur finnst bagligi einstaklega skemmtilegt orð, þýðir farangur fyrir ykkur sem minna vitið..hehe) og löbbuðum af stað.

Við fundum þarna lest sem að átti að ferja okkur í miðbæ Mílanó borgar og skelltum okkur með henni. Endastöðin var Codorna Stazioni. Þar keyptum við okkur kort af borginni og ákváðum að reyna að labba í centralið til að leita okkur að gististað. Við erum nefnilega svo einstaklega bjartsýnar og ligeglad að við vorum ekkert að panta svoleiðis áður en að við mættum.
Byrjuðum glæsilega, gátum ekki einu sinni fundið hvar við vorum á kortinu. En það kom e-r ítalskur kall okkur til bjargar og benti okkur á hvar við værum stadddar og hvert við ættum að fara.
Við lölluðum af stað með hafurtaskið og forum að litast um eftir hostelum……hmmm….Þetta er skrítin borg….uuuu hvar eru öll hótelin og gistiheimilin???. Við fundum á endanum e-r hotel en þar kostuðu næturnar einn og hálfan til tvo handleggi og þar sem að við erum fátækir námsmenn þá tímdum við því auðvitað ekki.
Loksins var þó heppnin með okkur því afgreiðslustelpan á einu hostelinu sem að var fullt hringdi fyrir okkur á annan stað og fékk fyrir okkur herbergi.
Það hostel var staðsett í þessu líka fína iðnaðarhverfi, en engu að síður var það mjög fínt og auðvelt að komast þaðan í bæinn.
Við skelltum okkur í fínu fötin og stefnan var tekin á fínu búðirnar.
Við mátuðum skó sem að kostuðu allt að 1200 evrum (aðeins) og stemmningin var þannig að afgreiðslufókið klæddi þig í skóna..hehe Þarna erum við að tala um Valentino, Jimmy Choo o.s.frv.


En af sömu ástæðu og áðan var reyndar ekkert keypt. Einnig mátaði ég Gucci, D&G, Chanel, Fendi ofl sólgleraugu sem að kostuðu svona frá 160 (á útsölu) og upp í 500 evrur.
Það sorglega var samt að við komumst að því að það eru actually hundar þarna sem að eiga líklega fleiri og dýrari föt en við. Fundum þarna e-a hundabúð og þar inni var ein lítil ljóshærð ítölsk skvísa með ríka ítalaska kallinum sínum (sem var btw örugglega 20 árum eldri) og dekurtjúann sinn. Hann var látinn máta allt mögulegt og ómögulegt og fékk að lokum 2-3 dress…. Þetta var svo súrrealískt, eiginlega eins og að labba inn í legally blonde mynd eða e-ð!!!
Þegar við vorum búnar að skoða allt of mikið af dýrum fötum og fylgihlutum forum við og gerðum tilraun til að hitta hana Sóley (te&kaffi skvísu) sem að er að læra þarna. Við náðum að sjálfsögðu að villast aðeins og settumst svo aðeins á Duomu torgið til að hvíla þreytta fætur.


Þá kom þessi líka frábæri trúður á hjólaskautum og fór að skemmta okkur. Algjör snillingur. Við vorum aðeins of lengi að fylgjast með honum en löbbuðum svo á staðinn þar sem að við ætluðum að hitta Sóley. Sökum inneignarleysis náðum við að sjálfsögðu að klúðra því en við settumst nú samt þarna niður og fengum okkur Aperativos og strawberry daiquirinis. Svo tók við ansi hreint skondið og skrítið djamm með Sóley og félugum og e-u ítölsku eðal fólki sem að við héldum á tímabili að myndi valda sviplegum dauðdaga okkur (innihélt brjálaða kellingu og bíl…orðum það þannig að okkur leið eins og að við værum staddar í playstation leik)
Við komumst þó heilar heim af þessu skralli.
Sunnudagurinn var rólegur framan af. Sofið út og kósýheit. Nema hvað að svo urðum við svangar og ætluðum að fara og fá okkur sveittan “morgunmat”
Ég komst að þeirri niðurstöðu að Ítalir bara hljóti að ljóstillífa á sunnudögum því það var ALLT lokað…við forum í góðan göngutúr um fallega iðnaðarhverfið okkar en fundum ekkert líf. Við tókum þá trammið í bæinn þar sem við fundum loksins stað sem var opinn en var þó með afskaplega takmarkað í boði af matseðlinum.
Við gátum allavegana borðað og forum svo aftur heim.
Við ákváðum að reyna að gera okkur sætar (i). Reyndar vorum við svo heppnar að klóin á hárblásaranum hennar Karenar passaði ekki í innstunguna svo við þurftum að nota viftuna sem var í herberginu til að þurrka á okkur hárið....frekar spes ;)
Svo var planið að kíkja á e-n svaka flottan veitingastað. Nema hvað að með okkar heppni sem virtist elta okkur alla ferðina, þá setti bílstjórinn okkur út á vitlausum stað og við fundum ekki staðinn. En við redduðum okkur bara á annan stað og svo var stefnan tekin á að finna góðan stað til að eyða kvöldinu.
Þarna vorum við heppnar því fyrsti staðurinn sem við forum á var bara snilld.
Live tónlist og barþjónn og starfsmaður sem vildu endilega gefa okkur alla drykkina ;)
Eins og gefur að skilja varð það frekar skrautlegt þar sem þeir eru ekki alveg með á nótunum hvernig maður blandar drykki…..Nei Cosmopolitan á ekki að vera rústrauður!!!


Hlutföllin hjá þeim eru ca 80-90% áfengi og rest bland!!!
Við eignuðumst nokkra aðdáenda þarna eeenn þegar farið var að reyna að stinga upp í mann tungum vorum við fljótar að láta okkur hverfa. Ítalskir karlmenn eru AFSKAPLEGA djarfir…þó þeir vilji meina að þeir tríti kvenfólk best af öllum því þeir geri það með virðingu!!!!
(Held að þeir séu e-ð aðeins að misskilja orðið!)


En já við skemmtum okkur samt sem áður konunglega en vorum ekkert voðalega ánægðar að þurfa að vakna snemma í morgun til að skila herberginu.

Mánudagurinn var svo tekinn í að borða, rölta aðeins um og svo hittum við Sóley á kaffihúsi og höfðum það bara gott þangað til að við forum á völlinn með tilheyrandi veseni sem þvi fylgir í svona stórri borg ;)

Þetta var sumsé bara mjög skemmtileg ferð, gaman að fá smá tilbreytingu. En við vorum samt báðar sammála um það að þarna gætum við ekki búið. Vorum rosa glaðar að sjá Barcelona “okkar” aftur ;) Enda var vel tekið á móti okkur. Völlurinn fullur af fólki sem fagnaði okkur með látum og köllum, kampavíni og skrautmiðum.... (gæti reyndar verið að þau hafi verið að taka á móti e-m frægum mótorhjólakalli sem var að vinna e-ð...en við kusum að halda hinu fram)

“Arrivaderci” og “Ciao Bellos” eins og ítalinn segir…
Margrét Valentino

Tuesday, January 23, 2007

Jæja ja....... sumir eru meira furðulegrir en aðrir!!!

Frétt af mbl.is;

"Leiðtogar sértrúarsöfnuðarins Vísindakirkjunnar segja leikarann Tom Cruise vera „hinn útvalda“ er útbreiða muni fagnaðarerindi kirkjunnar.

David Miscavige, sem er hátt settur innan Vísindakirkjunnar, er sannfærður um að í framtíðinni verði Cruise tilbeðinn líkt og Jesú um víða veröld og taka að sér hlutverk spámanns kirkjunnar.

Heimildamaður sem þekkir Cruise vel sagði við bresk blaðið The Sun: „Tom hefur verið tjáð að hann sé einskonar Kristur Vísindakirkjunnar. Líkt og Kristur hefur hann verið gagnrýndur fyrir viðhorf sín. En komandi kynslóðir munu átta sig á því að hann hafði rétt fyrir sér, alveg eins og Jesú.“

Cruise er einn af æðstu mönnum Vísindakirkjunnar, en hann gekk í hana um miðjan níunda áratuginn og eiginkona hans, Katie Holmes, hefur einnig snúist til vísindatrúar.

Það var bandarískir vísindaskáldsagnahöfundurinn L. Ron Hubbard sem stofnaði Vísindakirkjuna."

Tom dísös Krús þá eða???

En já ferðasagan kemur inn á morgun vonandi ;)

Friday, January 19, 2007

Trrraalaalalalalalaaa

Jæja gott fólk.....
Ég ætla að vera góð við kallinn minn í tilefni dagsins og losa hann við mig í smá tíma....

Jaháá...ég er sko að fara til Mílanó í fyrramálið ;) ;) ;)
Ég og Karen ákváðum að skella okkur í smá sex and the city ferð, dressum okkur upp, fáum okkur kokteila og mátum DÝRA skó....ekki leiðinlegt þaaað, óneiiii

Kem með díteils á þriðjudaginn...

Og feel free to be jealous....komment kassinn kemur að góðum notum til að tjá sorg ykkar ;)

Besitos
Margrét

Sunday, January 14, 2007

Loksins....

Þá er hann Þorri Stefán kominn með myndasíðu ;) Ég setti link á hann í barnabloggs "hólfið" mitt ;)


Over and out

Ps...hvernig væri svo að kommenta gott fólk.... ;p

Thursday, January 11, 2007

Hann er hress kallinn.....

Hvenær skyldi hann hafa farið síðast á djammið.......bwaaahahahahhahahahaaa

http://www.nightlifefriend.is/President.mov


Ætli þau séu á leiðinni á skrall?

Tuesday, January 09, 2007

Jæja.....þá er maður kominn í sólina aftur ;)
Takk fyrir síðast allir ;)
Það var roooosalega gott að komast á klakann og hitta ykkur öll. Borða góðan mat.....mmmmmm er eiginlega ennþá södd ;)
Núna tekur bara skólinn við og er planið að vera ofur duglegur að sauma ;)
En ég hef voða lítið að segja í augnablikinu. Vildi bara láta vita af mér ;)
En jú....ég er að horfa á síðasta þáttinn í annari seríu af House og sjiiittt hvað hann er góður!!!! Svo byrjar 3. serían á eftir....montimont ;)


En meira seinna ;)