Leiðinlegar frettir...
Ekki góðar fréttir í dag :(
Fönix minn var e-ð lasinn. Tók eftir því í gærmorgun að hann var voðalega veiklulegur e-ð og skrítinn. Við áttum tíma hjá lækni fyrir þá í dag og komumst ekki að fyrr. Ég ákvað að vera heima með hann í gærdag því mér fannst hann e-ð svo veiklulegur svo ég fór ekki í skólann. Mikið var ég fegin að ég ákvað þetta því hann dó í fanginu mínu rétt fyrir klukkan 8 í gærkvöldi... :(
Hann var þá allavegana ekki einn þegar hann dó.
Við ætlum að taka hann með okkur til læknisins á eftir og athuga hvort að hún getur sagt okkur hvað var að honum. Mig grunar að hann hafi verið með lungnabólgu frá því við fengum hann því það heyrðist alltaf aðeins í nebbanum hans þegar hann andaði, við áttuðum okkur ekki á því að það táknaði veikindi því hann hafði alltaf verið svona :(
En þetta kemur allt í ljós á eftir vonandi.
2 Comments:
Leiðinlegt. Ég vona að þú jafnir þig á þessu. Við skulum bara vona að hann sé kominn á betri stað.
Æi en leiðinlegt að heyra, ég samhryggist ykkur innilega!!
Post a Comment
<< Home