Solon litli slasaði...
Hann Sólon sæti er slasaður. Honum tókst síðustu helgi að brjóta kló. Það blæddi heilmikið úr henni og svo brotnaði alltaf meira og meira af henni. Við fundum engan dýralækni sem að var opið hjá svo hann komst ekki til læknis fyrr en á mánudag. Þar kom í ljós að það er sýking í þessu og það er bara rétt smá bútur eftir af klónni sem að er fastur við beinið.
Hann fékk sýklalyf og verkjalyf og svo fengum við tvennskonar hreinsivökva til að halda henni hreinni.
Hann þarf svo að fara aftur til læknis í byrjun næstu viku og þá fer hann í blóðprufu og líklega verður tekin röntgen mynd af tánni líka. Í leiðinni ætlar læknirinn að athuga kynið fyrir okkur.
En ef að þetta verður ennþá svona ljótt þá verður táin líklega bara fjarlægð!!!
Litla greyið okkar :(
Við erum bara búin að vera heima saman litlu lasarusarnir og reynum að hafa það gott.
Ég kem með fréttir af honum þegar kemur í ljós hvort að táin verður tekin eða ekki.
Knús og kossar í bili ;*
4 Comments:
Æji greyið, vonandi fer allt vel.
Baráttukveðjur frá Særúnu, ég mæli með styrkjandi naglalakki á nöglina (klóna) og vona að táin fái að vera... einnig er mjög gott að borða silica plus, hár og naglastyrkjandi, en enn og aftur, Hals- und Beinbruch!!! samt ekki klóbruch... vona að allt fari vel :)
æ litli mússinn... ég fékk einmitt sjokk í dag þegar ég sá fullt af blóði í kringum búrið hjá fuglunum mínum, var viss um að það væri úr Dísu sem einhvernveginn hafði tekist að hrapa ofan af búrinu en svo var það víst bara úr mér... en vona að honum fari að batna!
Æi greyið litla, innilegar samúðarkveðjur frá mér, ég einmitt lenti í því að missa eina kló(nögl) í byrjun árs, it was not a pretty sight!! Ég reyndar fékk ekki sýkingu nér var í hættu á að missa puttann.... en þetta var samt helvíti vont, Sólon I feel your pain!!
Post a Comment
<< Home