Bloggað í Barcelona

Friday, June 08, 2007

Ég er að kafna......

Ég get varla hreyft mig mér er svo heitt...er að spá í að stökkva út í sjó bara til að kæla mig.... *svitn*


Thursday, June 07, 2007

TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ RAGNHEIÐUR



Hún á afmæli'í dag
Hún á afmæli'í dag
Hún á afmæl'ún Ragheiðuuuuuuurrrrrrr
Hún á afmæli'í dag

veiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii ;)
Lovjú dúlla ;*

Sunday, June 03, 2007

Primaverasound Dagar 2 og 3

Jæja festivalið búið....
Þetta var rosalega skemmtilegt, úthihátíðarstemmning og hressleikinn allsráðandi. Fínt að komast svo bara heim í rúmið sitt á kvöldn (lesist morgnana).
Á föstudaginn sáum við fyst Blonde Redhead. ÞAu voru rosalega góð en reyndar var hljóðið ekki svo gott fyrstu lögin svo það skemmdi svolítið fyrir þeim. En seinni hlutinn var frábær svo það var allt í gúddí bara.
Svo sáum við Band of horses, rosa skemmtilegt band sem ég er nýfarin að hlusta á. Komu skemmtilega á óvart Modest Mouse tóku svo við og slógu í gegn. Mjög skemmtilegt gigg hjá þeim. Svo hlustuðum við á nokkur lög með bandi sem að heitir Low (b..w. uppáhaldshljómsveitin hennar Heiðu í Unun..hehe) ÞAð var rosa flott en hugrið tók völdin svo við stungum af í mat. Svo tókst okkur að halda okkur vakandi til klukkan hálf 4 til að sjá Hot Chip. Það var vel þess virði að vaka. Þeir eru svo æðislega miklir nördar e-ð. Mjög flottir ;)

Laugardagurinn... við mættum svolítið seint en náðum seinni hlutanum af Patti Smith. Hún var rosalega góð. Gott að fegurð og hæfileikar haldast ekki alltaf í hendur...hehe
Svo fórum við að sjá The good the bad and the queen. Bandið hans Damon Albarn. Þeir komu mér skemmtilega á óvart, langar í diskinn.
Næstir á svið voru Sonic Youth. Við hlustuðum á nokkur lög en þar sem við erum ekki neinir svaka aðdáendur þá ákváðum við að færa okkur um set. Sáum þá Grizzly Bear sem ég er líka farin að hlusta svolítið á. Rosalega skemmtilegir strákar.
Svo var komið að Íslendingum hátíðarinnar, Múm. Þau stóðu sig rosalega vel. Spiluðu mikið af lögum af nýju plötunni sinni sem kemur út í september. Þetta lofar mjög góðu, held að við nælum okkur í eintak. Það var gaman að sjá hvað það var góð aðsókn á þau, sérstaklega af því að þau spiluðu seint (klukkan 3).

Dagurinn í dag var svo bara afslöppun. Fór með Hilmi og Snædísi á ströndina og fór b.t.w. í fyrsta skipti alveg út í sjóinn.... ;) Hann er bara orðin þægilega heitur og fínn. Mjög næææs.

En ég ætla ekki að hafa þetta lengra, skelli nokkrum myndum fyrir neðan ;)
Ciaooo

Grizzly Bear


Hot Chip


Og svo MÚM



Friday, June 01, 2007

Primavera sound, dagur 1.

Já krakkar mínnir þá er fyrsti dagurinn af tónleikafestivalinu búinn. Þetta ver frábært kvöld.
Ég og Heiðar hittum Heiðu í Unun, svo HEiðar auðvita kallaði "hæ Heiða í Unun" hún greyið sprakk úr hlátri og spjallaði aðeins við okkur um hátíðina hún veit ótrúlega margt stelpan...hehe

Það var reyndar þannig að ég og Heiðar tókum spánverjana á þetta og mættum frekar seint, og þurftum svo að bíða í alveg klukkutíma eða e-ð eftir að komast inn því allir voru að skipta miðunum í armbönd og "debetkort" sem maður verður víst að hafa til að fá að komast inn aftur.
Við kynntum okkur svæðið og hlustuðum aðeins á misgóð bönd... hehe
Sáum m.a. Elvis (he's alive)... heitir reyndar Elvis Perkins en hvað um það. Hann var ágætur, svona sýrður Mugison.
Svo ákváðum við að kíkja á SLint sem voru bara alveg þokkalega góðir.
EN svo var það hápunkturinn....SMASHING PUMPKINS!!!
Þau voru baaaaaaaara flott get ég sagt ykkur. Spiluðu alveg í 1 og 1/2 tíma sem er nú frekar óvanalegt á svona hátíð og já voru bara frábær. Greinilegt að þau eru ánægð með að vera komin saman aftur, allavegana virtust þau ofurhress :)

Við kíktum svo á The White Stripes, sem voru ágæt. Mér fannst tónleikarnir á Íslandi betri en það er kannski af því að þau voru með svakalega mikið af nýju efni, sérstaklega fyrri hlutinn af prógramminu. Maður hefur ekkert heyrt af því þannig að það er kannski eðlilegt að manni finnist gömlu lögin betri. En þau stóðu sig samt mjög vel, spiluðu líka alveg í um 1 og 1/2 tíma þannig að ég er sátt. Svo ákváðum við nú bara að skella okkur heim í rúmið til að undirbúa okkur fyrir daginn í dag sem verður lengri og vonandi allavegana jafn góður ;)

Skelli inn smá myndum;

Smashing Pumpkins (ekki alveg í fókus en hey.... ;P



Og the white Stripes




Festival kveðja
Magz