Bloggað í Barcelona

Tuesday, October 31, 2006

Komin aftur til Barcelona

Jamm og já... eins og þið flest vitið þá skrapp ég í smá surpriiise geimsókn til Íslands í síðustu viku ;) Það var rosa frískandi að komast aðeins í kuldann aftur og fá smá ferskt loft. Kíkti á litla sætalíus sem er komin með nafn.... og já ég veit ekki hvort ég má segja það á opnum vef??? Þú kannski svarar því syss ;)

Ég gisti hjá Ragnheiði og Þorra...Það var voðalega notalegt og gott, gaman að knúsa litla guðsoninn svolítið ;)
Annars var ég voða mikið bara í tjillinu, kíkti á Mýrina með mö&pa og the brothers.....og viti menn, hún var bara skratti góð. Ég fékk bara aldrei aulahroll nema þegar myndin var búin og áhorfendurnir fóru að klappa......

Fór í kolaportið, keypti nammi, fór í Hagkaup og keypti meira nammi, fór í Krónuna, keypti pylsur og meððeim, fór í Hafið, keypti fisk og rúgbrauð, fór í fríhöfnina, keypti graflax og sósu og tópasskot...og meira nammi....fór sumsé út með yfirvigt í mat og nammi ;) Það var ekki lítil gleði hjá kallinum og Kareni í gærkvöldi ;)

Ég fékk mér að sjálfsögðu eldsmiðjupizzu með skvízunum og svo eldaði mamma á sunnudag,,,humarsúpa í forrétt....mmmm....og læri í aðalrétt followed by ís ;) nammi namm......

hmmm bloggfærslan snýst bara um mat??? Kannski Ég fari þá bara og fái mér að borða...hemmm

over&out
Margret

Thursday, October 19, 2006

Atvinnutilboð

Jahhá.... Það var hringt í mig í gær og mér var boðin vinna á hárgreiðslustofu. Það var sumsé stelpa sem var með mér í skólanum í vor sem að er gift e-m kalli sem rekur keðju hérna, sem hringdi í mig í gær. Ég fór svo og hitti hana í dag (hélt bara til að spjalla) en þá var þetta bara voða atvinnuviðtal þar sem ég átti að fara að greiða og læti...... (allt á spænsku....hehe) Ég sagði nú að ég vildi fyrst spjalla um tímana og svoleiðis. Hann bauð mér þá að ég gæti unnið alla daga frá 3-7 og alla laugardaga líka :O ég er nú ékki alveg að meika það með skólanum sko!! En hann vill endilega fá mig þannig að þegar ég nenni ekki lengur að vera í skólanum þá á ég að koma og vinna hjá honum...haha

Annars er bara fínt að frétta héðan, er bara á fullu að læra og ganga til skó...það er nú alveg full vinna út af fyrir sig ;)

æjj þarf að fara að læra ;)

ciao

Tuesday, October 17, 2006

Nytt blogg...aftur. og nyr fjölskyldumeðlimur


Já ég held bara að ég ætli að halda mig hér....hérna get ég nefnilega sett inn myndir og svoleiðis sniðugheit ;)
Læt einmitt fylgja mynd af nýjasta fjölskyldumeðlimnum......já hún Friðbjörg var sumsé að unga út 3. krílinu eins og ég sagði á gamla blogginu ;)

besitos Margrét

Tuesday, October 10, 2006

Eg a la Andy Warhole




þetta er tekið með nýja photo booth fídusnum í nýju fínu tölvunni minni ;) Rosa skemmtilegt dæmi...

Testicles 1 2 3

Já þetta er bara smá svona test í gangi...ekkert merkilegt ;)