Bloggað í Barcelona

Friday, January 11, 2008

Bíði bíði bíííði.....

Jæja, martini er kominn heim og nú er að bíða og vona að hann haldi sér fast ;D

Svo ef þér leiðist, koddu þá í heimsókn haddna.....því mér leiðist líka ;P


Knús
Margrét

p.s.minni á hina síðuna fyrir þá sem vilja nánari fréttir http://www.barnaland.is/barn/67252/

Thursday, January 03, 2008

Jæja þá er það 2008

Vil byrja á því að bjóða árið 2008 velkomið. Vonandi verður þetta gott og skemmtilegt ár hjá okkur öllum. Allavegana ætla ég að hafa það svakalega skemmtilegt.

Fyrir ykkur sem að voruð svekkt yfir jólakortaleysinu þá get ég bara sagt ykkur það að ég sendi sko kveðju í sjónvarpinu....!!!!!!

Ég óskaði landsmönnum öllum og viðskiptavinum gleðilegrar hátíðar og þakkaði fyrir viðskiptin á liðnu ári, kvittaði svo undir sem Heimsferðir. En þetta var sko persónuleg kveðja frá mér til ykkar allra ;P

Annars er bara fínt að frétta af okkur hjónakornum. Erum bara að farast úr harðsperrum eftir mikla Wii notkun síðustu daga. Snilldar tölva verð ég að segja. Ég ætta allavegana að fá svaka upphandleggvöðva á þessu. Svo skellti ég mér á hestbak í gær með Ingu syss, Jónasi og Norsurunum. Það var svaka fjör bara. Alltaf gaman að komast á bak. Sumir reyndar voru e-ð í því að detta af baki en ég ég nefni engin nöfn...*fliss*

Svo er það bara sprautur og úði endalaust. Skoðun á morgun og vonandi bara eggheimta eftir helgi. Fæ líklega að vita það á morgun. Getið lesið meira um það hérna http://www.barnaland.is/barn/67252/vefbok/. Ég er duglegri að skrifa þar en hérna þessa dagana.

En rúmið kallar, þarf að vakna snemma svo ég verði hress í fyrramálið.

Knús í bili
Margrét.