Bloggað í Barcelona

Tuesday, November 28, 2006

Stripparanafnið mitt ;)




Exotic Dancer Name Is...



Yvonne


Thursday, November 23, 2006

Mér finnst þetta algjör snilld......eins og flestir vita þá eru chupa chups sleikjóarnir héðan.....
Þeir eru svo hugulssamir að þeir reyna að hjálpa fólki að hætta að reykja.......



Þetta er s.s. svona "sígó" pakki með mini sleikjó sem fólk á að sjúga þegar því langar í sígó ;) Svona relaxing sleikjó....

Eníhú...ég er veik....mér leiðist..... segðu e-ð skemmtilegt...plís!!!!!

Monday, November 20, 2006

Fleiri myndir....

Ég fékk óskir um að sýna fleiri myndir úr heimsókninni ;)
Læt þær flakka;
Þetta eru myndir úr port aventura og af Ribelinos þar sem Gunnar fór á kostum sem töframaður





Thursday, November 16, 2006

I put a spell on you......and now you are hooked........




Your Personality Is Like Heroin



You're capable of the highest highs and the lowest lows.

Addicted to feeling good, you'll do almost anything to avoid pain.

People seek you out, even though you can be quite moody. They're hooked on you!



..........allavega segir prófið það

Sunday, November 12, 2006

Geimsokn Særunar og herra....

Jamm og já... Særún og Gunnar eru búin að vera hérna síðustu vikuna. Ferðin þeirra byrjaði með eindæmum illa, flugi frestað, misstu af tengiflugi og töskurnar týndust. Þau komust loks á leiðarenda en þá var kortið hans Gunnars gleypt af hraðbanka.....hehe! Hann fékk það reyndar aftur morguninn eftir.
Gunnar var víst á e-i nördaráðstefnu og ég og Særún vorum mjög duglegar að labba um borgina, kíkja í búðir og borða ís og annað góðgæti á meðan ;) Kíktum á rosa fínan skemmtistað (þar sem ég hitti Eið um daginn), drukkum kokteila og höfðum það almennt gott.
Við fórum svo í Port Aventura í dag. Fyrir þá sem ekki vita þá er þetta skemmtigarður rétt f utan Barcelona. Við vorum svaka hetjur og fórum í risa rússíbana og fallturn (ég hef að vísu farið í þetta allt áður) en mér tókst að draga alla með mér (nema Heiðar í fallturninn....)
Ég læt nokkrar myndir hérna fyrir neðan... njótið ;)


Með strawberry daiquirini....mmmmm rosa gott ;)



Á labbinu í Barrio Gótico



Í túristarútunni eða "kæliboxinu"



Tvær "sætar" á ströndinni



Særún í túrisstastellingu

Wednesday, November 08, 2006

Mont a priki

Hvar verður þú þann 27 maí 2007??? Veistu það ekki??
Ég veit hvar ég verð.....................


Á TÓNLEIKUM MEÐ BEYONCÉ!!!!!!



njanínjanínjaní ;þ

Sunday, November 05, 2006

Voff voff

Mig langar í huuuund...... :( Hann er svoooo sætur...má ég má ég???

Friday, November 03, 2006

Daddaradaaaa



Já hann litli nýji frændi hlaut nafnið Gísli Alexander (Gísli í höfuðið á afa gamla). Voða sætur þessi gutti...læt fylgja 2 myndir af mér og krúsídúllunum mínum ;)

Annars er bara fínt að frétta héðan.... hérna var svaka partý á þriðjudag í tilefni af því að á miðvikudag var dagur hinna dauðu (heitir að vísu líka dagur allra dýrðlinganna sá ég) En hérna voru grímupartý út um allt og svaka fjör. Ég saumaði engla/blómálfa búninga á okkur Kareni...rosa flottar. Set inn myndir af því seinna ;)

Annars erum við bara að skólast og borða nammi frá Íslandi...hehe
(ég fór í ræktina í dag...smá samviskubit ;) )

more to come
Margrét