Bloggað í Barcelona

Tuesday, May 06, 2008

Þessum líkist ég...



Er búin að prófa nokkrar mismunandi myndir og fæ nú oftast mismunandi niðurstöður, hef líka fengið t.d. Claire Danes, Pamelu Anderson, Heidi Klum ofl. En Kirsten Dunst kemur alltaf...svo ég býst við að hún sé líkust mér....hmmmm

Tuesday, April 01, 2008

Vondar fréttir

Jæja þetta var stutt gleði....fór í sónar í morgun og það var engin breyting. :'( Ég á að hætta á lyfjunum og leyfa þessu að fara :(
Ég var búin að vera með vonda tilfinningu, fannst einkennin vera að minnka svo ég hringdi í morgun og fékk að koma í aukaskoðun sem að staðfesti grun minn því miður...
Læt ykkur vita með framhaldið...

Sunday, March 16, 2008

Ég er líka ólétt, nananana búbú ;P

Jebb blóðprufan á föstudaginn var jákvæð og í dag er ég komin 4 vikur og 4 daga ;) Það er kominn linkur hérna til hægri á barnalandssíðuna okkar þar sem að ég kem til með að skrifa hvernig allt gengur í sambandi við það. :) Svo kannski skrifa ég nú aðeins meira hérna líka..hehe

En ætla að hoppa í fermingarveislu núna
Later
Margrét Ólétta

Tuesday, February 05, 2008

Smá svona bloggeddí blogg

Kannski best að láta aðeins vita af sér hérna líka ;)
Eins og þið sem að lesið hina síðuna mína vitið þá fékk ég jákvætt eftir meðferðina síðast en missti fóstrið strax. En við erum byrjuð nýtt ferli strax svo það verða settir upp 2 frostpinnar í lok mánaðarins ;)

Getið lesið meira um það á barnalandssíðunni okkar "operation Martini"

Annars er ég bara í rólegheitum og leti á klakanum, er nú komin á fætur aftur svo ég er farin að fara út og get farið að heimsækja fólk svo ef þú vilt fá mig í heimsókn þá geturu pantað tíma í síma 6953299 ;P

Skrifa meira seinna, er víst tengd á símalínuna svo maður má ekki setja foreldrana alveg á hausinn ;)

ciaaooo
Margrét

Friday, January 11, 2008

Bíði bíði bíííði.....

Jæja, martini er kominn heim og nú er að bíða og vona að hann haldi sér fast ;D

Svo ef þér leiðist, koddu þá í heimsókn haddna.....því mér leiðist líka ;P


Knús
Margrét

p.s.minni á hina síðuna fyrir þá sem vilja nánari fréttir http://www.barnaland.is/barn/67252/

Thursday, January 03, 2008

Jæja þá er það 2008

Vil byrja á því að bjóða árið 2008 velkomið. Vonandi verður þetta gott og skemmtilegt ár hjá okkur öllum. Allavegana ætla ég að hafa það svakalega skemmtilegt.

Fyrir ykkur sem að voruð svekkt yfir jólakortaleysinu þá get ég bara sagt ykkur það að ég sendi sko kveðju í sjónvarpinu....!!!!!!

Ég óskaði landsmönnum öllum og viðskiptavinum gleðilegrar hátíðar og þakkaði fyrir viðskiptin á liðnu ári, kvittaði svo undir sem Heimsferðir. En þetta var sko persónuleg kveðja frá mér til ykkar allra ;P

Annars er bara fínt að frétta af okkur hjónakornum. Erum bara að farast úr harðsperrum eftir mikla Wii notkun síðustu daga. Snilldar tölva verð ég að segja. Ég ætta allavegana að fá svaka upphandleggvöðva á þessu. Svo skellti ég mér á hestbak í gær með Ingu syss, Jónasi og Norsurunum. Það var svaka fjör bara. Alltaf gaman að komast á bak. Sumir reyndar voru e-ð í því að detta af baki en ég ég nefni engin nöfn...*fliss*

Svo er það bara sprautur og úði endalaust. Skoðun á morgun og vonandi bara eggheimta eftir helgi. Fæ líklega að vita það á morgun. Getið lesið meira um það hérna http://www.barnaland.is/barn/67252/vefbok/. Ég er duglegri að skrifa þar en hérna þessa dagana.

En rúmið kallar, þarf að vakna snemma svo ég verði hress í fyrramálið.

Knús í bili
Margrét.

Friday, December 28, 2007

Sprauti sprauti sprauuuti

Jæja þá er ég byrjuð að sprauta mig...vííí

Frekar asnalegt að fagna því en...hehe Getið séð meira um það hérna http://www.barnaland.is/barn/67252

Annars er bara fínt að frétta af okkur. Erum búin að borða allt of mikið síðustu daga. Tvö Jólaboð 25., eitt 26., og eitt 27. og svo er okkur boðið í mat á sunnuda og áramótin eftir líka.....djíííí

Við fengum voða fínar jólagjafir og þökkum kærlega fyrir okkur. :)
Ég er búin að lesa bókina hans Ótta og mér fannst hún bara mjög skemmtileg svo go Ótti bara ;) Mamma fékk hana í jólagjöf svo ég rændi henni í gærdag og er að fara að skila henni núna. Las hana sumsé bara í einum rykk. Það ætti að vera ágætis meðmæli ;)

Annars er ég að reyna að spara bækurnar fram í janúar svo ég hafi e-ð að gera þegar ég má ekki hreyfa mig. Er allt of fljót að lesa nefnilega...hehe Getur verið vandamál stundum.
En jæja ætli sé ekki best að koma sér í Kringluna og gera aðra tilraun til að skipta jólagjöf...var lokað í gær sko.

Annars segi ég bara gleðilegt ár og takk æðislega fyrir þetta sem að er aaalveg að verða búið.

Besos y brazos
Margrétin ykkar

p.s. segi eins og Tinna vinkona mín.... ef þú ert svekkt/ur yfir að hafa ekki fengið jólakort frá okkur þá skaltu bara sleppa því af því að við vorum svo löt að við gerðum engin í ár. En hver veit hvað næsta ár ber í skauti sér....??? Speeennandi ;D