BEYONCE
Jæja krakkar mínir, þá er ég loksins búin að fara á Beyoncé tónleikana sem ég keypti mér miða á fyrir ca hálfu ári síðan hehe.
Þetta voru meiriháttarflottir tónleikar hjá henni, showið var þrusuflott og hún er bara 100% talent.
Hún dansar eins og geðkjúklingur allan tímann en samt mæmar hún ekki... meira en wannabee-in Britney og co....hehe
Það var held ég bara ekki ein einasta falska nóta hjá henni allan tímann og já eins og ég segi þá var þetta æðislegt ;)
Ætla bara að skella inn nokkrum myndum hérna fyrir neðan handa ykkur. ;) (Takið eftir tárununm á síðustu myndinni...hhehe (efast reyndar um að þau sjáist þarna en eníveis..))




