Bloggað í Barcelona

Tuesday, January 23, 2007

Jæja ja....... sumir eru meira furðulegrir en aðrir!!!

Frétt af mbl.is;

"Leiðtogar sértrúarsöfnuðarins Vísindakirkjunnar segja leikarann Tom Cruise vera „hinn útvalda“ er útbreiða muni fagnaðarerindi kirkjunnar.

David Miscavige, sem er hátt settur innan Vísindakirkjunnar, er sannfærður um að í framtíðinni verði Cruise tilbeðinn líkt og Jesú um víða veröld og taka að sér hlutverk spámanns kirkjunnar.

Heimildamaður sem þekkir Cruise vel sagði við bresk blaðið The Sun: „Tom hefur verið tjáð að hann sé einskonar Kristur Vísindakirkjunnar. Líkt og Kristur hefur hann verið gagnrýndur fyrir viðhorf sín. En komandi kynslóðir munu átta sig á því að hann hafði rétt fyrir sér, alveg eins og Jesú.“

Cruise er einn af æðstu mönnum Vísindakirkjunnar, en hann gekk í hana um miðjan níunda áratuginn og eiginkona hans, Katie Holmes, hefur einnig snúist til vísindatrúar.

Það var bandarískir vísindaskáldsagnahöfundurinn L. Ron Hubbard sem stofnaði Vísindakirkjuna."

Tom dísös Krús þá eða???

En já ferðasagan kemur inn á morgun vonandi ;)

3 Comments:

At 8:50 AM, Anonymous Anonymous said...

Jahá!!!! Sumir eru steiktari en aðrir...

 
At 6:15 AM, Blogger magzterinn said...

jebbb so true!!!

 
At 6:35 AM, Anonymous Anonymous said...

Ég pissaði næstum því á mig úr hlátri þegar að ég las þetta í Mogganum áðan. Eitt er víst að ég mun aldrei koma nálægt þessari vísindakirkju. Fyrir mér er Tom Cruise andkristur.

 

Post a Comment

<< Home