Bloggað í Barcelona

Sunday, November 12, 2006

Geimsokn Særunar og herra....

Jamm og já... Særún og Gunnar eru búin að vera hérna síðustu vikuna. Ferðin þeirra byrjaði með eindæmum illa, flugi frestað, misstu af tengiflugi og töskurnar týndust. Þau komust loks á leiðarenda en þá var kortið hans Gunnars gleypt af hraðbanka.....hehe! Hann fékk það reyndar aftur morguninn eftir.
Gunnar var víst á e-i nördaráðstefnu og ég og Særún vorum mjög duglegar að labba um borgina, kíkja í búðir og borða ís og annað góðgæti á meðan ;) Kíktum á rosa fínan skemmtistað (þar sem ég hitti Eið um daginn), drukkum kokteila og höfðum það almennt gott.
Við fórum svo í Port Aventura í dag. Fyrir þá sem ekki vita þá er þetta skemmtigarður rétt f utan Barcelona. Við vorum svaka hetjur og fórum í risa rússíbana og fallturn (ég hef að vísu farið í þetta allt áður) en mér tókst að draga alla með mér (nema Heiðar í fallturninn....)
Ég læt nokkrar myndir hérna fyrir neðan... njótið ;)


Með strawberry daiquirini....mmmmm rosa gott ;)



Á labbinu í Barrio Gótico



Í túristarútunni eða "kæliboxinu"



Tvær "sætar" á ströndinni



Særún í túrisstastellingu

1 Comments:

At 12:47 PM, Blogger magzterinn said...

ummm já e-ð var textinn við myndirnar ekki að virka...en allavega ;) Textinn er í sömu röð og myndirnar ;)

 

Post a Comment

<< Home