Bloggað í Barcelona

Tuesday, October 31, 2006

Komin aftur til Barcelona

Jamm og já... eins og þið flest vitið þá skrapp ég í smá surpriiise geimsókn til Íslands í síðustu viku ;) Það var rosa frískandi að komast aðeins í kuldann aftur og fá smá ferskt loft. Kíkti á litla sætalíus sem er komin með nafn.... og já ég veit ekki hvort ég má segja það á opnum vef??? Þú kannski svarar því syss ;)

Ég gisti hjá Ragnheiði og Þorra...Það var voðalega notalegt og gott, gaman að knúsa litla guðsoninn svolítið ;)
Annars var ég voða mikið bara í tjillinu, kíkti á Mýrina með mö&pa og the brothers.....og viti menn, hún var bara skratti góð. Ég fékk bara aldrei aulahroll nema þegar myndin var búin og áhorfendurnir fóru að klappa......

Fór í kolaportið, keypti nammi, fór í Hagkaup og keypti meira nammi, fór í Krónuna, keypti pylsur og meððeim, fór í Hafið, keypti fisk og rúgbrauð, fór í fríhöfnina, keypti graflax og sósu og tópasskot...og meira nammi....fór sumsé út með yfirvigt í mat og nammi ;) Það var ekki lítil gleði hjá kallinum og Kareni í gærkvöldi ;)

Ég fékk mér að sjálfsögðu eldsmiðjupizzu með skvízunum og svo eldaði mamma á sunnudag,,,humarsúpa í forrétt....mmmm....og læri í aðalrétt followed by ís ;) nammi namm......

hmmm bloggfærslan snýst bara um mat??? Kannski Ég fari þá bara og fái mér að borða...hemmm

over&out
Margret

2 Comments:

At 6:48 AM, Anonymous Anonymous said...

Nammm... maður verður bara svangur af því að lesa þetta!! Og já þú mátt segja hvað hann heitir ;)

 
At 4:42 AM, Blogger magzterinn said...

haha ok...geri það í næstu færslu ;)

 

Post a Comment

<< Home