Bloggað í Barcelona

Friday, June 01, 2007

Primavera sound, dagur 1.

Já krakkar mínnir þá er fyrsti dagurinn af tónleikafestivalinu búinn. Þetta ver frábært kvöld.
Ég og Heiðar hittum Heiðu í Unun, svo HEiðar auðvita kallaði "hæ Heiða í Unun" hún greyið sprakk úr hlátri og spjallaði aðeins við okkur um hátíðina hún veit ótrúlega margt stelpan...hehe

Það var reyndar þannig að ég og Heiðar tókum spánverjana á þetta og mættum frekar seint, og þurftum svo að bíða í alveg klukkutíma eða e-ð eftir að komast inn því allir voru að skipta miðunum í armbönd og "debetkort" sem maður verður víst að hafa til að fá að komast inn aftur.
Við kynntum okkur svæðið og hlustuðum aðeins á misgóð bönd... hehe
Sáum m.a. Elvis (he's alive)... heitir reyndar Elvis Perkins en hvað um það. Hann var ágætur, svona sýrður Mugison.
Svo ákváðum við að kíkja á SLint sem voru bara alveg þokkalega góðir.
EN svo var það hápunkturinn....SMASHING PUMPKINS!!!
Þau voru baaaaaaaara flott get ég sagt ykkur. Spiluðu alveg í 1 og 1/2 tíma sem er nú frekar óvanalegt á svona hátíð og já voru bara frábær. Greinilegt að þau eru ánægð með að vera komin saman aftur, allavegana virtust þau ofurhress :)

Við kíktum svo á The White Stripes, sem voru ágæt. Mér fannst tónleikarnir á Íslandi betri en það er kannski af því að þau voru með svakalega mikið af nýju efni, sérstaklega fyrri hlutinn af prógramminu. Maður hefur ekkert heyrt af því þannig að það er kannski eðlilegt að manni finnist gömlu lögin betri. En þau stóðu sig samt mjög vel, spiluðu líka alveg í um 1 og 1/2 tíma þannig að ég er sátt. Svo ákváðum við nú bara að skella okkur heim í rúmið til að undirbúa okkur fyrir daginn í dag sem verður lengri og vonandi allavegana jafn góður ;)

Skelli inn smá myndum;

Smashing Pumpkins (ekki alveg í fókus en hey.... ;P



Og the white Stripes




Festival kveðja
Magz

0 Comments:

Post a Comment

<< Home