Jæja þa....er hætt i fylu... ;P
Ætli ég bloggi ekki fyrst að þið voruð svona dugleg að kommenta ;)
Allt fínt á Spáni, er bara á milljón í skólanum og að fararstjórast. Man ekki hvort að ég var búin að segja frá því en eníveis. Ég er allavegana að vinna sem fararstjóri hjá Heimsferðum. Fer í svona transfer með hópa til og frá flugvellinum og svo kannski bætast við borgarferðir seinna. Sjáum til með það.
Mamma, pabbi og Guðbrandur voru í heimsókn hérna um daginn og við höfðum það voða gott með þeim. Það var að sjálfsögðu verslað og labbað um og meira að segja fór Margrét á safn í fyrsta skiptið hérna. Hef reyndar farið á svona litlar sýningar en aldrei á neitt af þessum típísku frægu söfnum.
Við fórum út að borða á brúðkaupsafmælinu hjá mömmu og pabba en þau eru búin að hanga saman í 32 ár!! Við fórum á rosa fínan katalónskan veitingastað og fengum mjög.....spes mat. :) Pabbi pantaði sér steik sem að var borin fram á riiisafati og steikin sjálf hefur líklega verið rúmt kíló. Ég fékk hálft stykki kanínu á diski með heila, hjarta og alles. Hin fengu svona meora normal mat. Svo kom þjónninn með rosa flottan eftirrétt handa mömmu og pabbi með "32" kerti :)
Mamma og pabbi komu færandi hendi með allskyns góðgæti og á föstudeginum var meira að segja íslenskt læri, með brúnuðum kartöflun og brúnni "pizza"sósu... (settum óvart aðeins of mikið af basilikku í sósuna....hehe) Svo gerði ég góðu súkkulaðikökuna hennar Ragnheiðar í eftirrétt og Karen og Marc voru svo heppin að fá að njóta þess með okkur að borða þetta ;)
Á laugardeginum leigðum við bíl og keyrðum upp til Lloret De Mar og skoðuðum túrhesta, Girona og skoðuðum rústir og svo fórum við í lítinn bæ sem að heitir Sant Antoni de Vilamajor. Við fórum þangað til að ná okkur í nýjan fjölskyldumeðlim. Leitin að staðnum gekk ekki svo vel og á endanum fengum við lögreglufylgd á staðinn....(erum svo merkilegt fólk)
Nýji meðlimurinn bjó á fuglaræktunarbúgarði og við fengum skoðunarferð um stöðina og fengum að mata litla sæta unga. Þetta fannst Guðbrandi rosalega skemmtilegt. Svo fórum við að velja okkur fugl. Mömmu fannst ómögulegt að fuglinn yrði einn af því að hann má ekki vera með Carrie í búri svo að við enduðum á að kaupa tvo ;) Þeir heita Sólon Íslandus og Fönix.
Á laugardeginum var farið í tívolíð sem að er hérna borginni, Tibitabu. Loksins fékk Guðbrandur að gera e-ð skemmtilegt....hehe (honum leiddist búðir og skoðunarferðir).
Ég man nú ekki eftir neinu stóru sem að hefur gerst annars EN ég ætla að koma með stórar fréttir af okkur (sem að sumir vita reyndar)
Við erum að fara í glasafrjóvgun um jólin og ég byrja meðferðina hérna úti 10. desember (á afmælinu hans Jónasar)
Við erum búin að fara í tvær tækni og ég er búin að gleypa endalaust magn af frjósemislyfjum en það hefur ekki dugað hingað til svo að við þurfum að prófa þetta núna. Og núna skal þetta ganga. Allir að krossa putta fyrir okkur ;)
Þetta þýðir að ég verð á landinu e-ð fram í janúar, jafnvel fram í byrjun febrúar svo að ég get leikið í jan ;) víí
Ætli ég endi ekki póstinn á myndum eins og vanalega ;)
Sólon og Fönix
Fönix
á La bóta del Racó
Mamma og Pabbi á brúðkaupsafmælisdaginn
Túrhestar í Parg Guell
p.s. Inga stuð...ef þú lest þetta má ég nokkuð fá lykilorðið hjá þér?