Hemmm....
Nei ég drukknaði ekki eftir síðustu færslu....*roðn*
Kannski kominn tími á smá blogg eða hvað?
Well fullt búið að gerast siðan síðast. Hilmir og Snædís kærastan hans komu og voru hjá okkur í tvær vikur. Rosa gaman að fá þau í heimsókn, Ég og Snædís gátum alveg verslað smáá saman og svona...hehe
Seinni vikuna sem að þau voru hjá okkur komu svo Friðbjörg, Gústi og krakkarnir frá Íslandi og Inga systir frá Noregi og voru hérna í viku.
Það var legið á ströndinni, farið í tívolí, garðinn ofl. Höfðum það rosa gott og gaman að fá svona marga gesti :) Ekki verra að fá nyjar byrgðir af íslensku góðgæti heldur...hehe
Hmm á eftir að henda inn myndum síðan þá... ég skelli bara nokkrum hérna neðst. :)
Við kíktum svo til Vilanova í 2 daga í lok júní. Daði bróðir Heiðars og familía voru þar í viku og við fórum að hitta þau. Rosa gott að komast aðeins út úr bænum, gista á hóteli með SUNDLAUG (mmmmm) og bara almennt að slappa af. Hérna eru myndir þaðan http://www.flickr.com/photos/magzterinn/sets/72157600858074738/
Que mas...já ég fór á Bread&Butter sýninguna með Jónu. ÞEtta er svona risa tísku trademark sýning sem að er haldin hérna árlega, rosalega flott og skemmtilegt. 1000 merki að kynna vetrarlínunar og sumarlínur næsta árs ;) Reyndar er þetta hálfgerð martröð því að maður sér svo margt sem að manni langar í en það er ekki hægt að kaupa það!!!
Hérna er e-ð af myndum þaðan... mest logo fyrir Heiðar samt...hehe http://www.flickr.com/photos/magzterinn/sets/72157600735222512/
Heiðar yfirgaf mig svo til að fara að vinna fyrir okkur á Íslandi...hehe Ég er sumsé búin að vera herna bara ein í júlí sem að er bara ágætt svosem. Minni truflanir þannig að ég get einbeitt mér betur að skólanum. Ég kíkti á Summercase festivalið með Mark, írska vini mínum. Það var rosa gaman, mæli með svona festivölum í borginni sinni...hehe Gott að komast heim í rúm eftir kvöldið ;)
En já svo er það bara Ísland í næstu viku, verð það í mánuð, hlakka rosa til að koma og knúsa ykkur öll :) Skal reyna að skella sólinni í töskuna...
Nenni ekki að skrifa meira í bili, set nokkrar myndir hérna fyrir neðan.
Fagrir feðgar.....
Gísli að rífa í hárið á Hilmi
Á kaffihúsinu á torginu okkar
Krakkarnir þreyttir eftir langan dag í tívolí
Þórný og Heiðar í PortAventura
Skelli svo inn linknum á hinar myndirnar þegar ég nenni að stja þær inn...hehe
Besos y brazos
Margrét
3 Comments:
holy moly, bread and butter hefur verið total madness snilld! pant samt ekki fá hjólabretti í sköflunginn :D hlakka svo til að fá þig í klakann og í LAUGAR í ágúst ;)
Þórey c",
Hahaha já ég gleymdi að minnast á hjólabrettið....*fliss*
En já...Laugar here I come...vííííí............ ;D
hae, hae, hae.... I'm going to be in Iceland from this Sunday. I'm going to be away doing manly things on volcanoes and glaciers then gaying it up at Pride the weekend after. Will be in Reykjavik around Verslunna...
See you soon, my dear!!!
Yeeeaaaah Haaaaa!
Post a Comment
<< Home