Bloggað í Barcelona

Thursday, April 05, 2007

Sma frettir

Ég kemst ekki inn á bloggið mitt í tölvunni minni svo ég verð að reyna að redda því. Á meðan blogga ég bara í stóru ;)

Allavegana....
Steinar litli bróðir hans Heiðars er hérna í heimsókn hjá okkur þessa dagana. Erum búin að bralla ýmsilegt síðustu daga.
Byrjaði á því að ég fór til London og heimsótti hana Gyðu sætu ;) Fékk að gista hjá henni eftir langa og erfiða verslunardaga...hehe. Mér tókst að eyða smá pening þarna og svo kíktum við aðeins á klúbbalíf Lundúna á kvöldin. Ég skemmti mér rosalega vel og segi bara "DISAAPOOIINTTEEDD!!! and shake ya tailfeather" við hana Gyðu mína ;D

Svo fór ég og tók á móti Steinari á Stansted og beið þar með honum eftir fluginu okkar til Barcelona. Síðan þá erum við t.d. búin að fara á fótboltaleik, Barcelona-Deportivo þar sem Barcelona fór að sjálfsögðu með sigur af hólmi og reyndist ég sannspá fyrir leikinn og vann strákana með spánni 2-1 ;) Eins og sjá má á myndinni vorum við í rosalega góðum sætum og sáum meðal annars Eto'o slá gæjann sem liggur þarna...heyrðum hljóðið og allt.


En veðrið er nú ekki búið að vera neitt spes, því miður fyrir Steinar sem hafði planað að koma heim eins og svertingi...hehe. Um daginn kom svaka þrumuveður með ausandi rigningu. Kappinn hafði aldrei upplifað svona áður svo þetta var kannski ekki alslæmt. Allavegana skelltu þeir bræður sér út í rigninguna, báðu mig svo að kasta fótboltanum út til sín. Ég steig út fyrir í hálfa mínútu og kom reeeennnnandi blaut inn aftur, stofugólfið á floti því það skvettist svo mikið inn og svalirnar voru fullar af vatni. Lá við að við hefðum getað tekið sundsprett.
Læt myndirnar tala;



Annars erum við bara búin að rölta um og skoða borgina með kappanum og versla smá á hann líka ;) Eyddum öllum gærdeginum í túristarútunni og sátum eins og sannir víkingar að sjálfsögðu, úti allan tímann þrátt fyrir skítakulda ;)
Hérna erum ég og Steinar fyrir framan Sagrada Familia;


En svo eru gleðifréttir...hehe Við keyptum okkur ryksugu í gær og vááá hvað það er mikill munur...ég er búin að labba um eins og geðsjúklingur og sjúga rykið úr öllum hornum ;) Það er alveg ótrúlegt hvað það safnast mikið ryk hérna, enda er voðalega mikið opið út og rykið kemur inn af svölunum og svona. EN það vandamál er úrsögunni núna, svo Friðbjörg...það verður allavegana hreint þegar þú kemur í heimsókn ;)

En jæja ætla að fara að gera e-ð af viti. Vildi bara aðeins láta vita af okkur ;)
Besitos
Margrét

p.s. smá montadd....erum að fara á Cocorosie tónleika 12. apríl....hehe

2 Comments:

At 11:38 AM, Anonymous Anonymous said...

Hverjir eru Cocorosie:/ Maður á kannski að vita það(roðn)

Ég get alla vega montað mig tilbaka og sagt þér frá því að ég er að fara til Rómar á sunnudaginn. En það veistu nú ábyggilega fyrir. Jaja, monta mig bara samt. Nene nene neene!!!

Luuuv from your big sis:)

 
At 4:14 PM, Anonymous Anonymous said...

Já eins gott að það verði hreint þegar ég kem hahhahaha :)

 

Post a Comment

<< Home