Ja ég veit.....
.....lélegur bloggari!!!
En ég ætla að reyna að rifja upp það helsta sem ég er búin að bralla síðustu vikur :)
Ég fór til Sitges um daginn í Carnaval partý og VÁVÁVÁ hvað þetta er magnað. Við erum að tala um huuuuge stóra skrúðgöngu, allir í svaka flottum búningum og jafnvel búnir að æfa dansa og læti. Við stóðum í e-a 3 tíma að horfa á hana labba framhjá. Svo tekur bara við götupartý alla nóttina. Ég fór með Guðný og Jónu og þar sem þetta var á þriðjudegi var upphaflega planið bara að vera stutt. Við misstum af síðustu lestinni og ætluðum þá bara að taka rútu heim. Fórum á meðan við biðum á ströndina í risa partý þar og höfðum það gott. Svo misstum við auðvitað af rútunni. Klukkan 3 fórum við svo í röð fyrir næstu rútu en þá var lestin að byrja að ganga aftur svo við tókum hana og ég kom heim um hálf 6 eða 6 um morguninn..hehe En planið er að fjölmenna á næsta ári og þá verða sko allir í búningum og læti :)
Læt fylgja 2 myndir...tók ekki nema 390 myndir eða e-ð! Á eftir að fara í gegnum þær og setja á myndasíðuna sem b.t.w. er www.flickr.com/photos/magzterinn
Svo helgina eftir var Þorrablótið góða :) Það var svaka stuð, mun betri mæting í fyrra og rosa gaman að fara og borða íslenska matinn og syngja íslensku lögin og svona. E-ð klúðraðist samt í skipulagi happdrættisins þar sem ég hafði ákveðið að vinna fligmiða til Íslands, því það voru 3 slík í boði og það voru bara e-r Spánverja illar sem hirtu þau öll!!! Skandall sko...
En það sem mér fannst best var að það var sko APPELSÍN í boði og malt fyrir þá sem drekka það :P
Svo er nú bara búið að vera rólegt, kíktum á Flanninn á föstudaginn og drógum nýja Jóann með okkur (sem ég veiddi á Barcelona fótboltasíðunni). Halldór og Tony voru frábærir eins og alltaf og við skemmtum okkur rosa vel :)
Líka gaman að monta sig af því að síðustu daga er búið að vera í kringum 25 stiga hiti!!! Ég og Guðný kíktum á ströndina í dag og ég er bara komin með smá lit :)
En já hún Birna á stofunni er búin að unga út æðislega sætri prinsessu :) Til hamingju Birna... :) :) :) Gekk rosa vel hjá henni, fæddist á afmælisdegi bjórsins, 1 mars klukkan 23:22, vóg 3750 grömm og var 52 cm að lengd :)
En já nenni ekki að hafa þetta lengra í bili....
sendi bara sólarkveðju á ykkur, hvar sem þið eruð í heiminum ;)
Besitos
Margrét sólblóm ;D
5 Comments:
Ummm eins gott að það verði svona gott veður þegar við komum ;)
æi, en æðislegt :) til hamingju Birna, vona að þú sjáir þetta :)
Ég vildi að ég væri að gera eitthvað svona áhugavert. Ég myndi líka vilja vera á spáni eða einhversstaðar þar sem að er hlítt. Er orðinn þreyttur á að hlaða vinnubílinn í tíu stiga frosti og roki. Get ekki beðið eftir að hætta að vinna og fara í háskólnn.
Allt í lagi að senda smá heita strauma hingað til okkar;) Reyndar er nú talsvert af snjónum farinn að bráðna núna, en það er nú samt langt í að ég fari að geta labbað á gangstéttunum!!!!
Besos y brazos:) Ingapinga
Ég myndi ekki hata smá sól núna ;) missjú og hlakka til að sjá þig dúllið mitt c",
kv. Þórey c",
Post a Comment
<< Home