Jola hvað????
Já ég gerði merkilega uppgötvun um helgina...... Það eru að koma jól!!!! Voruði búin að frétta það? Þetta hefur eiginlega bara alveg farið fram hjá mér og ég er eiginlega bara ekkert farin að hlakka til. Þetta má teljast afskaplega merkilegt þar sem ég hef nú yfirleitt frekar verið þekkt fyrir að byrja aaallt of snemma að hlakka til, kaupi gjafirnar í september-október, byrja jafnvel að söngla jólalög um hásumar og Guð má vita hvað.
Ég fór niður í bæ um helgina, 20 stiga hiti...og jólaskraut í formi pálmatrjáa blasti við mér!!! Huh??? Pálmatré?? En svo kom hún MUX barnalandsskvísa sem kíkti aðeins á mig með ágætis punkt....það hafa örugglega verið pálmatré í Betlehem....hehe
En þetta er frekar spes....það er kveikt á jólaljósum svona þegar fer að dimma um hva...6 leytið og svo er slökkt aftur seint á kvöldin...spara rafmagnið sko ;) Það er víst aðeins dýrara hérna en á klakanum.....
En af þessu tilefni (að ég fattaði að það er kominn desember) ákvað ég í örvæntingu minni að reyna að koma mér í jólaskap í gær.....við þrifum svona mestalla íbúðina og skreyttum svo smávegis. Kveiktum á fullt af kertum (og jólaseríum), fengum okkur sviss miss og piparkökur og spiluðum sequence....klassískt ;) Ég er bara ekki frá því að þetta hafi bara haft tilætluð áhrif. Allavegana er ég að spá í að kíkja í bæinn á eftir og hver veit nema að ég finni eins og eina jólagjöf ;D Jafnvel er ég að hugsa um að leita af því sem mig vantar til að ég geti hafið smákökubaksturinn......nammmm
En jæja, ætla að fá mér smá næringu áður en ég byrja ;)
Þangað til næst.....;*
Margrét jólastelpa....
2 Comments:
Var akkurat ad segja vid Liv ad eg gæti bara ekki skilid ad tad væri komin desember. En annars er eg buin ad kaupa eina jolagjøf. Tu veist tessa sem vid tøludum um um daginn, handa Jonasi;) See you soon hon!!!
hehe jebbs ég veit ;)
Post a Comment
<< Home